Lýsing
Þessi hreinsir heldur þvottavélum myglufríum ef hann er notaður reglulega. Það er einnig hægt að þvo mygluð föt með hreinsinum, sjá notendaleiðbeiningar á umbúðunum. Þessi mygluhreinsir tekur burt alla lykt úr fötum og þvottavélum.
Mygluhreinsir fyrir þvottavélar er efni sem hreinsar frárennsli frá þvottavélum og einnig vélarnar sjálfar. Það sama á við um uppþvottavélar.
Mjög gott að leggja föt í bleyti í þetta og losna við slæma lykt úr þeim, eins og til dæmis íþróttaföt eða myglumenguð föt. Einnig mjög öflug vörn gegn táfílu í íþróttaskóm.
1. Efnið blandað til helminga með vatni. Notaður er t.d. stór þvottapoki, gegnbleyttur af myglueyði og troðið inn í skóinn. Eftir skamma stund er pokinn síðan fjarægður, og skórinn þurrkaður.
2. Í mjög slæmum tilfellum er skórinn skolaður að innan með efninu óblönduðu. Mjög gott er að meðhöndla nýja skó með léttri blöndu af efninu, áður en þeir eru teknir í notkun.
Inniheldur CAS 27083-27-8, Pólýhexametýlen bígúaníð hýdróklóríð. Dídekýlmetýlammóníum klóríð. Fjórgild ammóníusambönd. pH 6.0 – 8.0
Engin ilm- eða litarefni.
There are no reviews yet.