fbpx

Fyrirtækið

Rafver ehf
Löggiltur rafvertaki. Sölu- og umboðsaðili á vélum, verkfærum, hreinsitækjum og hreinsibúnaði.

Rafver Skeifan Verslun

Löggiltur rafverktaki
Rafverktakafyrirtækið Rafver var stofnað í maí 1956. Starfssvið fyrirtækisins allt frá stofnun hefur verið við raflagnir, hvortheldur við nýlagnir eða endurbætur á eldri raflögnum.

Verslun með vélar og verkfæri
Árið 1984 urðu kaflaskipti í starfsemi Rafvers er hafin var innflutningur og sala á háþrýstidælum og ýmis konar hreinsivélum frá Kärcher í Þýskalandi. Var af þessu tilefni opnuð verslun í húsnæði Rafvers í Skeifunni 3e-f. Hefur vöruflokkum síðan stöðugt fjölgað og er Rafver í dag með mikið úrval af vélum og verkfærum fyrir iðnað og útgerð. Fyrirtækið hefur lagt áherslu á að bjóða eingöngu upp á vandaðar vörur frá viðurkenndum framleiðendum.